Skilmálar

Notkunarreglur 2fyrir1.is

  1. Skráningin gildir aðeins fyrir þig ásamt einum gesti, nema annað sé tekið fram. Tilboðin gilda t.d. ekki 4 fyrir 2 o.s.frv.

  2. Þegar þú kemur á staðinn staðfestir þú aðildina að 2fyrir1.is með því að sýna persónuskilríki og afhenda útprentun. Þetta er mjög mikilvægt svo að ekki verði útbúinn reikningur miðað við fullt verð. Það getur verið erfitt að breyta reikningi eftir á, sérstaklega á veitingahúsum.

  3. Mismunandi reglur gilda um hversu oft þú getur nýtt þér tilboð frá samstarfsaðilum 2fyrir1.is. Reglurnar koma skýrt fram á 2fyrir1.is

  4. Tilgreindur afsláttur miðast við fullt verð á þjónustu eða vöru. Enginn afsláttur er veittur af sértilboðum. Á veitingastöðum miðast afsláttur við fastan matseðil (a la carte). Greitt er fyrir dýrari máltíðina en sú ódýrari er endurgjaldslaus. Drykkir greiðast að fullu nema annað sé tekið sérstaklega fram. Þegar tveir fullorðnir borða saman ásamt börnum er ódýrari fullorðinsmáltíðin endurgjaldslaus en ekki barnamáltíðin.

  5. Aðild þín gildir á meðan þú hefur ekki afskráð þig úr 2fyrir1.is klúbbnum.

  6. Öll misnotkun á reglum 2fyrir1.is getur orðið til þess að meðlimur í klúbbnum verði afskráður fyrirvaralaust.

  7. Allt innihald þessa vefs er uppfært miðað við þá samninga sem í gildi eru við síðustu uppfærslu. Upp geta komið vandamál hjá samstarfsaðilum 2fyrir1.is sem verða til þess að meðlimir fá ekki þá þjónustu sem í boði er. Þetta getur t.d. falist í breyttu húsnæði, starfsmannabreytingum, rekstrarstöðvun, eigendaskiptum eða öðrum þáttum sem verða til þess að þjónustan er ekki lengur fyrir hendi. 2fyrir1.is er ekki ábyrgt gagnvart slíkum ófyrirséðum breytingum sem valda klúbbmeðlimum óþægindum.

  8. Meðlimur í 2fyrir1.is sem verður fyrir óþægindum er vinsamlegast beðinn um að tilkynna það sem allra fyrst, enda mun 2fyrir1.is gera allt sem í okkar valdi stendur til að aðstoða við úrlausn mála. Þetta er mjög mikilvægt svo að við getum leiðrétt þau ófyrirsjáanlegu vandamál sem upp geta komið.

Reglur settar inn 12. desember 2008

Nýskráning

 

Reglur tilboðsleik 2fyrir1.is

Til að geta unnið í tilboðsleik 2fyrir1.is þarf þátttakandi að vera skráður http://www.2fyrir1.is klúbbmeðlimur og vera skráður á póstlista 2fyrir1.is

Vinningshafi samþykkir að nafn hans sé birt á vefsvæði 2fyrir1.is og á Facebook síðu 2fyrir1.is ásamt því að útvega mynd til birtingar sé óskað eftir því.

Vinningshafar eru dregnir út að handahófi og þess vegna eiga þátttakendur möguleika á að vinna oftar en einu sinni í tilboðsleik séu vinningar fleiri en einn í þeim leik.

Það er á ábyrgð þátttakanda að símanúmer og netfang sé rétt skráð í leiknum.

Það er á ábyrgð þátttakanda að fylgjast með með hvort viðkomandi sé vinningshafi á 2fyrir1.is

Allir þeir sem náð hafa 18 ára aldri geta tekið þátt í leikjum á 2fyrir1.is. Aðilar yngri en 18 ára falla sjálfvirkt úr leiknum.

Þátttaka í leiknum er ókeypis. Hver einstaklingur getur einungis tekið þátt einu sinni. Notkun falskra upplýsinga hefur brottvísun úr leiknum í för með sér.

Efni og árangur í tengslum við þátttöku í leiknum eða atburði er eign 2fyrir1.is.

Verðlaun sem ekki hafa verið innleyst innan 4 vikna eftir að úrslit eru kunn verða áfram eign 2fyrir1.is.

Vinningshafi skal framvísa gildum persónuskilríkjum með mynd þegar vinningar eru sóttir. Án framvísunar verða vinningar ekki afhentir.

Starfsmenn GA praxis ehf. (2fyrir1.is) er óheimilt að taka þátt í leikjum á vegum fyrirtækisins.

Vinningshafi getur aðeins unnið gegn því að hafa svarað spurningu rétt, ekki er nægilegt að hafa eingöngu tekið þátt.

Þátttakendur samþykkja nafn- og myndbirtingu í tengslum við þátttöku og úrslit í leik. Þátttakendur samþykkja að upplýsingarnar séu birtar opinberlega án endurgjalds.
Ekki er hægt að innleysa vinning frá 2fyrir1.is sem lausafé.
Með þátttöku í keppnum og leikjum á vegum 2fyrir1.is samþykkir þátttakandi ofangreindar reglur keppninnar.
2fyrir1.is áskilur sér rétt til að ljúka leikjum og keppnum og viðburðum án fyrirvara. Allar ákvarðanir, sem teknar eru af 2fyrir1.is í tengslum við leikinn eru endanlegar.

Athugasemdir sendist skriflega til 2fyrir1@2fyrir1.is merkt: “Leikur”
Reglur settar inn 22. mars 2015